Í Efstaleitinu rís nútímalegt íbúðahverfi á einum besta stað í borginni. Efstaleitið er sannkallað miðborgarhverfi í göngufæri við helstu verslunar- og þjónustukjarna borgarinnar og falleg útivistarsvæði.
Nútímalegt miðborgarhverfi
Í Efstaleitinu rís fallegt íbúðahverfi þar sem áhersla er lögð á að byggja upp skemmtilegt samfélag innan rótgróins svæðis. Innan hverfis rís einnig verslunar- og þjónustukjarni ásamt notalegu útivistar- og leiksvæði fyrir íbúa.
Efstaleitið er staðsett í miðri borginni þar sem nálægðin við almenningssamgöngur gerir það að verkum að auðvelt er að komast til annarra hverfa borgarinnar.
Hönnun og uppbygging hverfis
Við hönnun og uppbyggingu hverfisins er lögð áhersla á eftirfarandi:
Verið velkomin í Efstaleitið – nútímalegt miðborgarhverfi.
Efstaleitið er alveg miðsvæðis í borginni. Stutt er í alla þjónustu; verslanir, veitingastaði, skóla, heilsugæslu og félagsstarf eldri borgara í Hvassaleiti og á Sléttuvegi. Kringlan er í næsta nágrenni með yfir 180 verslanir og þjónustuaðila. Veitingastaðir, kaffihús, leikhús og kvikmyndahús eru í göngufæri.
Í kringum Efstaleitið eru falleg útivistarsvæði sem bjóða upp á ýmsa möguleika til heilsueflingar og afþreyingar fyrir alla aldurshópa. Sunnan við Bústaðaveg er Fossvogsdalurinn sem er afbragðsgóður til gönguferða, hjólatúra, íþrótta og leikja.
Öskjuhlíðin er fallegt útivistarsvæði og ylströndin í Nauthólsvík er tilvalin til bæði sólbaða og sjóbaða.
Á kortinu hér fyrir neðan má sjá staðsetningu ýmissa staða í kringum Efstaleitið, þ.á m. heilsugæslu, skóla, útivistarsvæði, verslanir og veitingastaði.
1. Heilsugæslan Efstaleiti (Efstaleiti 3)
2. Bensínstöð N1
3. Þjónustumiðstöð Laugardals,
Háaleitis og Bústaða (Efstaleiti 1)
4. Félagsmiðstöð eldri borgara, Hvassaleiti 56-58
5. Félagsmiðstöð eldri borgara, Sléttuvegi 11
6. Hamborgarabúlla Tómasar
7. Landspítali Fossvogi
8. Félagsmiðstöð eldri borgara, Furugerði 1
9. Krakkakot, frístundaheimili
10. Háaleitisskóli
11. Lyf &Heilsa
12. Nóatún Austurveri
13. Austurborg, leikskóli
14. Borgarbókasafn Kringlunni
15. Borgarleikhúsið16. Kringlan
17. Furuborg, leikskóli
18. Garðaborg, leikskóli
19. Íslandsbanki, hraðbanki
20. Álftaborg, leikskóli
21. Tónabær, félagsmiðstöð
22. Álftabær, frístundaheimili
23. Bakarameistarinn, Suðurveri
24. Klettaskóli
25. Félagsmiðstöð eldri borgara, Hæðargarði 31
26. Jörfi, leikskóli
27. Sólbúar, frístundaheimili
28. Breiðagerðisskóli
29. Neðstaland, frístundaheimili
30. Fossvogsskóli
31. Réttarholtsskóli
32. Dalía blómabúð
1. Borgarspítalinn (#2, #11, #14 , #18)
2. Borgarspítalinn (#13)
3. RÚV (#2, #11, #13)
4. Verzlunarskóli Íslands (#2, #13, #14)
5. Borgarleikhús (#2, #13)
Fyrstu íbúðirnar sem afhentar
verða eru í Jaðarleiti 2–6. Jaðarleiti 8 hefur þegar verið selt. Íbúðirnar eru flestar með fallegt útsýni þar sem gluggar ná niður í gólf í stofurýmum. Vandað er til allrar hönnunar á íbúðunum ekki síst við val á byggingarefni.
Íbúðirnar eru flestar á bilinu frá
60 m2 til 100 m2, 2–3 herbergja.
Lyftur eru í öllum stigahúsum. Bílageymslur eru neðanjarðar og bílastæði í bílageymslu fylgja sumum íbúðum.
Áætlað er að íbúðir í Jaðarleiti verði tilbúnar til afhendingar sumarið 2018.
Á lóðunum við Efstaleiti, Lágaleiti og Vörðuleiti er byggðinni skipt upp í tvo meginreiti. Þar mynda misháar íbúðabyggingar hring um
skjólsæla garða, útivistar- og leiksvæði. Við hönnun íbúðahverfisins er unnið markvisst með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr verður ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum.
Reitirnir tveir samanstanda af 289 íbúðum sem eru
allt frá stúdíóíbúðum í 4 herbergja íbúðir. Leitast er við að hafa íbúðir
bjartar og nútímalegar með hagnýtu skipulagi.
Við Efstaleitið verður einnig verslunar- og þjónustukjarni sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa og skapa notalegt andrúmsloft.
Áætluð afhending fyrstu íbúða í Efstaleiti, Lágaleiti og Vörðuleiti er seinnipart árs 2019.
Hér er hægt að skoða einstakar íbúðir og fá frekari upplýsingar um verð, stærð og skipulag. Ýmist er hægt að kalla fram íbúðir eftir fjölda herbergja eða með því að smella beint með bendli á viðkomandi íbúð.
Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um að velja saman efni og liti á innréttingum, flísum og borðplötum. Rut útskrifaðist frá Istituto Europeo di Design í Róm árið 1993 og hefur unnið bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Innréttingar eru hannaðar af GKS og smíðaðar af Nobilia í Þýskalandi. Flísar eru frá gæðaframleiðandanum Marazzi. Fjórar mismunandi litasamsetningar á innréttingum, borðplötum, flísum og höldum eru í boði þar sem eldhús-, bað-, svefnherbergis- og forstofuskápar eru í sama lit og áferð þar sem það á við.
Í öllum íbúðum eru ál-/trégluggakerfi, COto 48. Allt gler er háeinangrandi skv. ákvæðum byggingareglugerðar og er glerið með 5 ára framleiðsluábyrgð. Litur á tréhluta glugga er hvítur, álið er í lit og litir valdir af arkitektum húsanna.
Íbúðir skilast fullbúnar með hreinlætis- og blöndunartækjum frá BYKO.
Í eldhúsi og þvottaherbergi eru Rhine Star stálvaskar og blöndunartæki frá Grohe.
Á baðherbergi er salernisskál og vaskur frá Gustavsberg, sturtuþil úr hertu gleri og blöndunartæki frá Grohe.
Í eldhúsi er Nobilia eldhúsinnrétting frá trésmiðjunni GKS. Eldhúsinnréttingin skilast fullbúin með blöndunar- og eldhústækjum, þ.e. spanhelluborði, viftu í innréttingu eða eyjuháfi yfir helluborði þar sem það á við, innbyggðum ísskáp, innbyggðri uppþvottavél og ofni. Eldhústæki eru þýsk gæðaframleiðsla. Umboðsaðili tækja er trésmiðja GKS.
Inngangshurðir íbúða standast hljóðkröfur og eru með viðeigandi eldvarnarkröfu. Innihurðir eru hljóðeinangraðar og með yfirfelldum hurðakörmum og gerektum.
Svalir eru með svalalokunum þannig að hægt er að stækka stofurými auk þess sem þær gefa möguleika á að nýta svalir allt árið.
Gólf í baðherbergi og þvottahúsi eru flísalögð þar sem það á við. Hitalögn er í gólfum til upphitunar. Íbúðir eru loftræstar með vélrænu útsogi á gluggalausum rýmum.
Allir milliveggir eru byggðir úr LEMGA léttsteypusteinum frá Steypustöðinni. Steinninn inniheldur ekki lífræn efni og því er ekki hætta á að mygla myndist í þeim.
www.fastborg.is
fastborg@fastborg.is
(+354) 519 5500
www.fastborg.is • fastborg@fastborg.is • (+354) 519 5500
www.eignamidlun.is
eignamidlun@eignamidlun.is
(+354) 588 9090
www.eignamidlun.is • eignamidlun@eignamidlun.is • (+354) 588 9090